Loftslagsmót 2022
Stefnumót fyrirtækja og stofnana um nýsköpun og lausnir á sviði loftslagsmála.
Loftlagsmótið, vettvangur fyrir fyrirtæki og aðra aðila í nýsköpun, fer fram þann 4.maí næstkomandi og verður haldið í Gullteigi á Grand Hótel. 
Loftlagsmótið 2021 heppnaðist einstaklega vel. Þar voru um 100 fundir haldnir með 90 stofnunum og fyrirtækjum. 
Í ár munum við bjóða upp á örerindi frá stuðnings og styrktarumhverfinu auk þess sem Guðlaugur Þór Þórðarson ráðherra loftslagsmála mun ávarpa gesti. Að því loknu eiga fyrirtæki í nýsköpun og í grænum lausnum örfundi til að ræða þennan sífellt mikilvægari málaflokk. Aðilum gefst þarna tækifæri á að bóka stutta fundi (15 mínútur) með öðrum aðilum, fyrirtækjum, hugmyndasmiðum, stofnunum eða öðrum. Hér er átt við hverskyns lausnir sem styðja við loftslags- og umhverfisvænni rekstur.
Dæmi um umfjöllunarefni að lausnum og/eða því sem óskað er eftir getur verið  
allt frá betri aðferðum í flokkun, yfir í reiknivélar kolefnisspors, stefnumótun í umhverfis- og loftslagsmálum, lágmörkun úrgangs, rafrænt bókhald, kolefnisbókhald, umhverfisstjórnun, vottaðar byggingar, nýsköpun, sjálfbærar fjárfestingar, ráðgjöf í tengslum við hvernig fyrirtæki geta tekið fyrstu skrefin í átt að umhverfisvænni rekstri.
DAGSKRÁ
08:30     Húsið opnar 
Kaffi og léttur morgunverður 
09:00     Ávarp frá ráðherra umhverfis-, orku og loftslagsmála og örerindi frá stuðnings- og styrkjaumhverfi 
09:30    Stefnumót hefjast. 15 mínútna fundir fara fram í 3 klst. 
12:30     Stefnumótum og dagskrá lýkur 
Hverjir ættu að skrá sig og taka þátt?
- Fyrirtæki sem leita lausna að áskorunum á sviði umhverfis og loftslagsmála (skrá undir Request) - óska eftir fundum með fyrirtækjum sem t.d. geta boðið upp á hugsanlegar lausnir og/eða ráðgjöf.
- Fyrirtæki með lausnir á sviði umhverfis- og loftslagsmála (skrá undir Product) – óska eftir fundum með fyrirtækjum sem leita að þeim lausnum. 
- Fyrirtæki í vöruþróun - sem vilja funda með aðilum til að ræða þróun, nýsköpun innan greinarinnar og/eða hugsanlegt samstarf (geta skráð undir Request og Product)
Loftslagsmótið verður haldið á Grand Hótel þann 4.maí kl. 8.30-12.30
Allir geta séð alla þátttakendur og skráningar óháð því hvort viðkomandi hafi skráð sig eða ekki. 
Viðburðurinn er haldinn af Grænvangi, RANNÍS, Festu og Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið.
Nánari upplýsingar veita Birta Kristín Helgadóttir á birta@green.is og Katrín Jónsdóttir á katrin.jonsdottir@rannis.is
 
                    



 
                    